Per mentis
Til okkar leita skjólstæðingar 18 ára og eldri sem þurfa hjálp með greiningu og meðferð á geðrænum vandamálum.
Vinsamlegast athugið að við tökum aðeins við nýjum skjólstæðingum eftir tilvísun frá lækni. Eina undantekningin frá þessu eru ADHD uppvinnslur/greiningar. Skjólstæðingar skrá sig sjálfir í þær, sjá hér.
Tilvísunum er forgangsraðað eftir þjónustuþörf og eins margir skjólstæðingar teknir inn og við ráðum við.
Við erum til húsa að Síðumúla 23 í Reykjavík.
Afgreiðslan hefur síma 583 3500 og netfang afgreidsla@permentis.is
Geðhjúkrunarfræðingur veitir skjólstæðingum stofunnar ráðgjöf í síma 583 3555 (þriðjudaga kl 13-14 og föstudaga kl 11-12) og í netfanginu radgjof@permentis.is
Við tökum við almennum fyrirspurnum í netfanginu info@permentis.is
Fyrirspurnum um reikninga skal beina til reikningar@permentis.is
Per mentis óskar eftir að ráða sálfræðing. Viðkomandi myndi bætast í teymið okkar, sem nú er mannað tveimur geðlæknum, tveimur hjúkrunarfræðingum, einum sálfræðingi og einum skrifstofustjóra/heilbrigðisgagnafræðingi.
Upplýsingar og umsóknir á Alfreð:
... Lesa meiraFela
SÍÐUMÚLI 23. Við erum loksins komin á áfangastað. Þetta tók aðeins lengri tíma en til stóð, en nú erum við mætt á nýjan stað. Verið velkomin! ... Lesa meiraFela
SÍÐUMÚLI 23. Við erum loksins komin á áfangastað. Þetta tók aðeins lengri tíma en til stóð, en nú erum við mætt á nýjan stað. Verið velkomin! ... Lesa meiraFela
HAMRABORG 1, 5. HÆÐ. Per mentis er flutt. Við verðum í Hamraborginni í nokkrar vikur þar til nýtt aðsetur okkar í Síðumúla er tilbúið. ... Lesa meiraFela
FLUTNINGAR TEFJAST. VIÐ ERUM ENN Í BÆJARHRAUNI 2, HAFNARFIRÐI.
Áætlað var að við myndum opna á nýjum stað 6. ágúst. Því miður gengur það ekki eftir. Í staðinn er stefnt að opnun mánudaginn 2. september.
Unnið er sleitulaust að því að gera nýja staðinn fínan og þægilegan fyrir skjólstæðinga, aðstandendur þeirra og starfsmenn.
... Lesa meiraFela