Störf

Per mentis er teymi sem er meira en bara summa meðlimanna

Per mentis er ungt og frískt fyrirtæki í mikilli þróun. Við erum stolt af því að geta kallað okkur nýtt “konsept” í geðlækningum. Við vinnum mjög náið saman og liðsheildin skiptir öllu máli. Við vinnum skipulaga og styðjumst við verklagsreglur og flæðirit, en gætum þess þó að geta hugsað út fyrir kassann og búið til eitthvað nýtt.

 

Hjá Per mentis er mannauðurinn allt. Við gerum okkur grein fyrir því að án fólksins okkar værum við einfaldlega tómur steypukassi. Enginn hefur nokkurntíman læknast í tómum steypukassa.

 

Við bjóðum góð launakjör, bónuskerfi, líkamsræktarstyrk, heitan mat í hádeginu og ýmislegt fleira.