Per mentis leggur mikla áherslu á teymisvinnu - í orði og á borði
Per mentis
Um okkur
Per mentis, sem geðlækningastofa, var stofnað 2021.
Á þeim tíma voru aðeins tveir starfsmenn í fyrirtækinu, Kristófer Sigurðsson geðlæknir og Ellen María Þórólfsdóttir heilbrigðisgagnafræðingur, sem starfaði í tímavinnu heimanfrá.
Leigð var aðstaða hjá SÓL sálfræði- og læknisþjónustu.
Í byrjun árs 2023 bættist Tanja Guðrún Schiöth hjúkrunarfræðingur við. Á vordögum 2024 kom Ellen í fulla vinnu sem skrifstofustjóri.
Haustið 2024 bættust svo í hópinn Rut Baldursdóttir geðlæknir, Karen Lind Gunnarsdóttir sálfræðingur og María Unnur Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur.
Frá upphafi hefur Per mentis leitast við að hámarka gæði og skilvirkni þjónustunnar.
Upplýsingaefni og bæklingar hafa verið skrifaðir og gefnir út til notkunar í starfinu.
Sérhæfðar hjúkrunarmóttökur stofnaðar í kringum ýmis viðfangsefni og sívaxandi áhersla á þverfaglegt starf, þar sem skjólstæðingarnir njóta þjónustu fleiri fagstétta innan stofunnar og þjónustan er mótuð í heild.
Starfsmenn
Alice Hafsteina Abena Kwakye
Sálfræðingur
Bára Sif Ómarsdóttir
Sálfræðingur
Ellen María Þórólfsdóttir
Skrifstofustjóri/heilbrigðisgagnafræðingur
Hanna María Randrup Alfreðsdóttir
Hjúkrunarfræðingur
Karen Lind Gunnarsdóttir
Yfirsálfræðingur
Kolbrún Jónsdóttir
Fjármálafuilltrúi
Kristófer Sigurðsson
Geðlæknir/framkvæmdastjóri
María Unnur Ólafsdóttir
Hjúkrunarfræðingur
Rut Baldursdóttir
Geðlæknir
Tanja Guðrún Schiöth Hjörvar
Framkvæmdastjóri hjúkrunar

Markmið og gildi
Sýn okkar
Markmið okkar er að veita samfellda þjónustu í almennum geðlækningum, með aðaláherslu á lyndis- og taugaþroskaraskanir. Við náum þessu markmiði með því að vinna þétt saman í teymi og með því að hugsa bæði innan og utan kassans þegar kemur að lausnum og verkferlum.