Verðlisti

Læknir

Komur til læknis eru niðurgreiddar af Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) og hluti skjólstæðings í kostnaði fer eftir stöðu skjólstæðingsins innan greiðsluþátttökukerfisins á hverjum tíma. Við tökum að okkur milligöngu í að sækja niðurgreiðslu SÍ og rukkum skjólstæðing því aðeins um það sem eftir stendur eftir niðurgreiðslu. Þessi þjónusta er gjaldfrjáls.

Það getur komið fyrir að SÍ endurskoði niðurgreiðslu sína, t.d. telji nokkrum árum eftirá að þjónustan í vissri komu hafi verið rangflokkuð í niðurgreiðslu og dragi niðurgreiðsluna til baka, krefjist endurgreiðslu. Í þessum tilfellum getur komið til þess að við þurfum að senda skjólstæðingi bakreikning fyrir hluta eða allri niðurgreiðslunni sem hann hafði fengið. Þetta hefur ekki komið fyrir okkur enn, en teljum rétt að taka fram að þetta getur gerst. 

Þessi verðskrá gildir frá 1. janúar 2024.

* Útreiknaður hluti skjólstæðings eftir niðurgreiðslu byggist á núverandi greiðsluþátttöku SÍ og er aðeins birtur til viðmiðunar. Hluti skjólstæðings er reiknaður út við reikningsgerð hverju sinni.
** Stutt rafræn samskipti, lyfjaendurnýjun og stutt ráðgjöf, er innifalið fyrstu 30 dagana eftir hverja komu

Heildarverð
Verð eftir niðurgreiðslu SÍ*
Viðtöl
Fyrsta koma
43.120 kr
0 - 34.950 kr
Venjuleg endurkoma
27.104 kr
0 - 24.394 kr
Stutt endurkoma
12.320 kr
0 - 11.088 kr
Lyfjastillingartími
8.624 kr
0 - 7.762 kr
Fjarviðtöl
Nýkoma sem fjarviðtal
43.120 kr
16.016 - 40.410 kr
Endurkoma sem fjarviðtal
27.104 kr
0 - 24.394 kr
Lyfjastilling í fjarviðtali
15.400 kr
0 - 13.860 kr
Annað
Rafræn samskipti, t.d. lyfjaendurnýjanir**
7.392 kr
0 - 6.653 kr
Álag, tímafrekari viðtöl/erindi, per byrjaðar 15 mín
10.500 kr
10.500 kr (ekki niðurgreitt)

Hjúkrunarfræðingur

Síma- og tölvupóstráðgjöf, per byrjaðar fimm mínútur

2.700 kr

Mjög stutt koma, t.d. lífsmarkamæling

5.400 kr

Stutt koma, t.d. fíkniefnapróf

8.100 kr

Stutt viðtal

10.700 kr

Viðtal

15.950 kr

Lengra viðtal

24.000 kr

Langt viðtal

32.000 kr

Fíkniefnapróf (koman til fagaðilans sem tekur prófið ekki innifalin)

Fylgihlutir við sýnatökur, hvort sem gera á skimun/skyndipróf eða senda í rannsókn

Fylgihlutir fyrir munnvatnssýnatöku

80 kr

Fylgihlutir fyrir þvagsýnatöku

605 kr

Fylgihlutir fyrir sýnatöku af háræðablóði (stunga í fingur)

90 kr

Skimanir/skyndipróf. Próf sem gerð eru á staðnum og skila niðurstöðu á nokkrum mínútum.

Almenn skimun fyrir fíkniefnum í þvagi (kannabis, amfetamín, ópíóðar/ópíöt, benzodiazepín, metamfetamín, MDMA (Ecstacy), buprenorfín, Tramadol, kókaín, EDDP (niðurbrotsefni metadóns), oxykódón, fentanyl, ketamín, methylphenidat og zolpidem)

3.305 kr

Skimun fyrir Spice í þvagi

1.635 kr

Skimun fyrir PCP (“englaryki”) í þvagi

265 kr

Skimun fyrir EtG (niðurbrotsefni áfengis) í þvagi

1.305 kr

Almenn skimun fyrir fíkniefnum í munnvatni (ópíóðar/ópíöt, oxykódón, metamfetamín, amfetamín, kókaín, metadón, MDMA (Ecstacy), benzodiazepín, ketamín, fentanyl, LSD, Tramadol, buprenorfín og kannabis)

5.600 kr

Sýnatökusett. Þarf ef senda á sýni á rannsóknarstofu.

Sýnatökusett fyrir sýni (þvag, munnvatn, háræða- eða bláæðarblóð) sem senda þarf á rannsóknarstofu í nánari rannsókn

2.900 kr

Rannsóknir á rannsóknarstofu. Sent til útlanda. Niðurstöður liggja fyrir nokkrum vikum síðar fyrir flestar rannsóknir. Rannsókn á anaboliskum sterum í þvagi sker sig þó úr, tekur töluvert lengri tíma.

Rannsókn, anaboliskir sterar í þvagi

20.300 kr

Rannsókn, magnmæling kannabis í þvagi

8.900 kr

Rannsókn, fíkniefnaskimun í þvagi m.t.t. umferðaröryggis. Kostnaður við nánari rannsóknir geta bæst við ef skimun er jákvæð fyrir THC, amfetamíni, benzodiazepinum eða kókaíni. Endanleg rannsókn á ópíötum/ópíóðum er hins vegar innifalin.

14.000 kr

Rannsókn, PEth (langtímamæling á áfengisneyslu) í blóði, hvort heldur sem er í háræða- eða bláæðarblóði.

11.700 kr

Byrlunarrannsókn. Rannsókn á þvagsýni ef grunur er um byrlun. Rannsóknin tekur til yfir 2000 mismunandi efna, en getur misst af efni ef mjög lítið magn af því er til staðar. Ef efnið hefur áhrif á einstaklinginn er nógu mikið af því til staðar til að nema það. Sýnið verður að taka innan fárra klukkustunda frá inntöku efnis! Best er að kasta þvagi í glas með loki, geyma í kæliskáp og koma til okkar strax næsta virka dag.

17.000 kr

Allar aðrar munnvatns- og þvagrannsóknir á rannsóknarstofu, per rannsókn.

12.800 kr

Allar aðrar blóðrannsóknir á rannsóknarstofu, hvort heldur sem er háræða- eða bláæðarblóð. Per rannsókn.

15.200 kr

Rannsóknir á óþekktu dufti/töflum

Buffer lausn (það þarf eina fyrir hvert sýni)

500 kr

Almenn skimun fyrir fíkniefnum

3.305 kr

Skimun fyrir Spice

1.635 kr

Skimun fyrir PCP (“englaryki”)

265 kr

Annað/ýmislegt

Seðilgjald, innheimtukrafa í netbanka

192 kr

Umsýslugjald; krafa send í netbanka að ósk greiðanda eða ef ekki gengur að skuldfæra kort

1.500 kr

Vanskilagjald 1 (leggst á kröfur sem eru ógreiddar daginn eftir eindaga)

1.000 kr

Vanskilagjald 2 (leggst á kröfur sem eru ógreiddar 5 dögum eftir eindaga)

1.500 kr

Dráttarvextir leggjast á kröfur eftir eindaga

Skv bankataxta

Kröfur eru sendar til Motus til innheimtu fimm dögum eftir eindaga, Motus innheimtir innheimtukostnað skv sinni gjaldskrá

Skv gjaldskrá Motus

Afbókanir og forföll

Fyrir tíma sem ekki eru afbókaðir með að minnsta kosti 24 klst fyrirvara er tekið fullt gjald, hvort sem mætt er eður ei. Fyrir læknistíma gildir þetta um bæði hlut sjúklings og Sjúkratrygginga Íslands, þar sem SÍ niðurgreiðir ekki forföll. Þetta getur þýtt að forföll verði töluvert kostnaðarsamari fyrir skjólstæðinginn en að mæta.

Fyrirvari um breytingar/innsláttarvillur

Fyrirvari er gerður um innsláttarvillur. Verðskráin getur breyst án fyrirvara.