Þjónusta

Almennar geðlækningar

Við sérhæfum okkur í lyndisröskunum (þunglyndis/bipolar sjúkdómi) og taugaþroskaröskunum (t.d. ADHD og einhverfu). Við höfum einnig mikla reynslu af og veitum þjónustu í öðrum almennum geðlækningum, svosem kvíðaröskunum, áráttu- og þráhyggjuröskunum (OCD), síðáfallastreitu (PTSD) og persónuleikaröskunum.

Við höfum minna verið í fíknisjúkdómum, átröskunum og geðrofssjúkdómum.

ADHD

Fyrirtæki og stofnanir

Álitsgerðir

Við höfum tekið að okkur ýmiskonar álits- og greinargerðir, t.d. í lögræðismálum, kvörtunum yfir heilbrigðisþjónustu. Hafið gjarnan samband og við förum yfir málin.

Starfsmannamál

Starfsmannamál geta verið flókin. Ósætti, andlegur heilsubrestur eða skortur á stuðningi eða öðrum hlutum í forystu/stjórnun getur undið upp á sig og valdið miklum vanda. Við aðstoðum gjarnan, bæði þegar styðja þarf einstaka starfsmenn (t.d .í andlegum/persónulegum/vímuefnavanda) og ef styðja þarf hópinn sem slíkan.