Störf

Per mentis hefur á að skipa einvalaliði starfsmanna sem hafa mikla menntun og reynslu á bak við sig, hver í sínu fagi. Við leggjum mikið upp úr því að skjólstæðingar okkar eru ekki bara skjólstæðingar eins fagaðila, heldur alls teymisins. Við veitum þverfaglega þjónustu og útkoman teymisvinnunar er meira en bara summan af meðlimum teymisins.

Per mentis býður starfsmönnum sínum samkeppnishæf launakjör og árangurstengda umbun auk þess. Áhersla er lögð á starfsþróun með hliðsjón af áhugasviðum starfsmanns og starfsmenn hafa mikil áhrif á þróun og mótun fyrirtækisins og þjónustunnar. Öll venjuleg fríðindi, s.s. líkamsræktarstyrkur, eru í boði. Boðið er upp á heitan mat í hádeginu, starfsmanni að kostnaðarlausu*.

Per mentis flytur í nýstandsett húsnæði, aðlagað að okkar þörfum, haust 2024. Við höfum vandað mikið til verks við að útbúa þar góða aðstöðu fyrir skjólstæðinga og starfsfólk.

Hér fyrir neðan er listi yfir laus störf í augnablikinu. Ef þú finnur ekkert við þitt hæfi getur þú líka sent okkur línu og séð hvort flötur sé á samstarfi. Við erum sveigjanleg og alltaf til í að skoða málin.

Fyrirspurnir og umsóknir um störf óskast send á netfangið storf@permentis.is

* Starfsmönnum býðst heitur matur í hádeginu, þeim að kostnaðarlausu. Starfsmenn þurfa þó að greiða skatt af þeim hlunnindum samkvæmt hlunnindamati Ríkisskattstjóra á hverjum tíma. Í skrifandi stund er þessi skattur um 260-315 kr per máltíð. Hann er dreginn af laununum mánaðarlega með annarri staðgreiðslu skatta.

Eins og erum við ekki með neina starfsauglýsingu í gangi.