Auðkenning í rafrænum samskiptum

Per mentis hefur tekið upp auðkenningu í rafrænum samskiptum

Væntingar og kröfur yfirvalda og almennings til öryggis þegar kemur að rafrænum heilbrigðisupplýsingum einstaklinga eru sívaxandi – og af góðri ástæðu.

Per mentis hefur ekki farið varhuga af þessari þróun.

Við gerum því kröfu um auðkenningu í þeim rafrænu samskiptum okkar þar sem viðkvæm mál eru rædd. Þetta á við símtöl í hjúkrunarráðgjöf og eins tölvupósta um viðkvæm mál eins og sjúkdómseinkenni, greiningar, lyf og slíkt.

Auðkenning í símtölum

Við getum beðið viðmælanda okkar í símtali að auðkenna sig. Við sendum þá auðkenningarbeiðni í síma viðkomandi.

Leiðbeiningar um auðkenningu í tölvupóstsamskiptum

Sendið einfaldlega tölvupóst til okkar eins og venjulega.

Þið fáið fljótlega sjálfvirkan póst til baka þar sem efnislínan (subject) inniheldur efnislínuna í upphaflega póstinum ykkar. Í honum er hlekkur á vefsíðu þar sem þið auðkennið ykkur með rafrænum skilríkjum. Þegar því er lokið kemur pósturinn á okkar borð til úrlausnar.

Til að byrja með munum við aðeins krefjast auðkenningar á viðkvæmustu tölvupóstsamskiptin, þ.e.a.s. ráðgjöf og lyfseðla/lyfjaskírteini. Ef viðkvæm erindi berast á netföng afgreiðslu eða reikninga færum við erindið yfir á ráðgjöf eða lyfseðla. Þið fáið sjálfvirkan póst með ósk um auðkenningu við þá tilfærslu.