Almennar geðlækningar
Markhópur
Við sinnum almennum geðlækningum
Við sérhæfum okkur í lyndisröskunum (þunglyndi, geðhvarfasýki o.s.frv.) og taugaþroskaröskunum (ADHD, einhverfa o.s.frv.).
Við tökum einnig að okkur algengustu kvíðaraskanir (almenna kvíðaröskun, ofsakvíðaköst, félagskvíða), auk áráttu- og þráhyggju (OCD).
Auk þessa tökum við að okkur léttar til meðalsvæsnar persónuleikaraskanir og áföll (PTSD).
Við tökum almennt ekki að okkur mál þar sem aðalvandinn er fíkn eða átraskanir, þar sem við höfum ekki aðstöðu til þess að sinna því vel. Við tökum þó að okkur mál þar sem aðalvandinn er á okkar sviði, en fíkn/átraskanir eru með sem aukavandamál.
Við þurfum tilvísun frá lækni
Leiðin í þjónustu hjá okkur
Vinsamlegast athugið að við þurfum tilvísun frá lækni til þess að við tökum að okkur nýjan skjólstæðing.
Tilvísanir eru teknar fyrir vikulega á tilvísanafundi og metnar. Tilvísunum er forgangsraðað eftir því hversu mikil áhrif vandinn hefur og hvort við teljum líklegt að við getum haft teljandi áhrif á stöðuna.
Hversu margir eru teknir inn fer eftir verkefnastöðu hverju sinni.
Við sendum ætíð svar til tilvísandi læknis þegar tilvísun hefur verið tekin fyrir.
Þeim sem vilja athuga stöðu tilvísunar er bent á að leita til tilvísandi læknis.
Hópar
Við munum bjóða hópmeðferðir á vorönn 2025
- Taugaþroskaraskanir (ADHD, einhverfa)
- Núvitund