ADHD uppvinnslur/greiningar

Við bjóðum upp á fullt greiningarferli m.t.t. ADHD, að meðtöldum læknishlutanum. Ekki þarf tilvísun heimilislæknis í þetta ferli, heldur skráir skjólstæðingur sig sjálfur hér á vefsíðunni, sjá hér fyrir neðan. Þetta er eina þjónustan sem við bjóðum án tilvísunar.

Þjónustan er aðeins fyrir fullorðna, þ.e. þá sem verða 17 ára á árinu eða eldri.

Ef greiningarferlið leiðir til ADHD greiningar bjóðum við upp á meðferð við röskuninni í beinu framhaldi, þ.m.t. lyfjameðferð.

 

Greiningarferlið byggir á teymisvinnu hjúkrunarfræðings, sálfræðings og læknis. Í lok ferlisins fær skjólstæðingurinn ítarlega skýrslu með rökstuðningi á niðurstöðunni.

 

Ferlið hefst með skimun, sem er fyrsta kortlagning á vandanum. Ef skimunin bendir til þess að rétt sé og tímabært að fara út í fullt ADHD greiningarferli er skjólstæðingi boðið að fara þá braut.

 

Í byrjun er aðeins greitt fyrir skimun. Ef skimunin bendir til þess að ADHD sé vandinn býðst full uppvinnsla.

 

Eftir skráningu er mikilvægt að fylla í spurningalistana sem fylgja, en skimunarviðtal er ekki hægt að bóka fyrr en allir spurningalistar hafa verið útfylltir.

 

Bið eftir ADHD skimunum (eftir útfyllta spurningalista) getur verið um þrír mánuðir, en er oftast töluvert styttri.

Tilbúin til þess að hefja ferlið?