ADHD
Þrjár mismunandi ADHD þjónustur
ADHD
Við bjóðum upp á fullt úrval þjónustu þegar kemur að ADHD. Við gerum fullar uppvinnslur/greiningar, endurmetum gamlar greiningar og veitum meðferð, bæði sálfræði- og lyfjameðferðir.
Fyrir þá sem ekki hafa fyrri ADHD greiningu er best að byrja í uppvinnslu/greiningu kaflanum hér fyrir neðan. Athugið að ekki er þörf á tilvísun til þess að koma til okkar í ADHD uppvinnslu/greiningu.
Fyrir þá sem hafa fengið ADHD greiningu áður, en þurfa endurmat, t.d. fyrir lyfjameðferð, þarf tilvísun frá heimilislækni.
Við bjóðum svo upp á bæði sálfræði- og lyfjameðferð fyrir þá sem hafa greiningu.
Vinsamlegast athugið að þegar við tölum um ADHD greiningu eigum við við fulla greiningu frá lækni með viðeigandi sérhæfingu. Sálfræðimat nægir ekki.
ADHD greining
Ítarleg uppvinnsla/greining m.t.t. ADHD
- Ekki er þörf á tilvísun
- Skráning fer fram á netinu
- Fylla verður í skimunarlista til þess að skráning verði virk
- Ferlið byrjar á skimunarviðtali hjá hjúkrunarfræðingi, sem sker úr um það hvort ADHD teljist líklegt
- Ef skimun bendir til ADHD fer af stað full uppvinnsla/greining
- Það er jafnan nokkurra vikna bið eftir því að byrja ferlið
ADHD meðferð
Sálfræði- og lyfjameðferð við ADHD
- Sérsniðin meðferð að hverjum og einum
- Lyfjameðferð
- Sálfræðimeðferð
- Hópmeðferðir og fræðsla
Meðferð við ADHD er í boði fyrir skjólstæðinga stofunnar, sem eru ýmist þeir sem fengið hafa ADHD greiningu frá okkur eða sem hefur verið vísað til okkar af lækni.