Skráning í ADHD skimun
Skimun er fyrsta skrefið í greiningarferli m.t.t. ADHD
- Vinsamlegast skráið umbeðnar upplýsingar um skjólstæðing, jafnvel þó greiðandi sé annar. Ef greiðandi er annar nægir að skrá upplýsingar um greiðanda undir kortaupplýsingar.
- Vinsamlegast skráið kennitölu skjólstæðings í reitinn “TILVÍSUN”.
- Það er ekki nóg að senda skráningu. Einnig verður að fylla út í skimunarlista: SMELLIÐ HÉR TIL ÞESS AÐ SJÁ SKIMUNARLISTA
- Skráning verður fyrst gild þegar allar upplýsingar hafa borist, þ.e.a.s. skráning (að meðtöldu nafni, kennitölu, netfangi og símanúmeri), greiðsla og útfylltir skimunarlistar og aðeins þá fer skjólstæðingur á biðlista eftir skimunarviðtali.
- Hægt er að hætta við skráningu og fá endurgreitt þar til vinna hefst við að vinna úr innsendum skimunarlistum eða þar til 14 dagar hafa liðið frá skráningu, hvort sem gerist fyrr. Eftir það eru skimanir ekki endurgreiddar.
- Öll skráningargögn (rétt nafn, kennitala, símanúmer, netfang og allir skimunarlistar útfylltir) skulu berast Per mentis í gegnum vefformin innan 90 daga frá skráningu. Ef einhver umbeðinna gagna vantar eftir þessa 90 daga fellur skráning niður án endurgreiðslu og án sérstakrar tilkynningar.
- Hægt er að afbóka/færa tíma með minnst 24 klst fyrirvara og fá þá nýjan tíma, sem er þá innifalinn í pakkaverðinu. Við önnur forföll er tekið gjald fyrir tímann skv verðskrá viðkomandi fagstéttar.
Mikilvægt er að senda inn útfyllta skimunarlista sem fyrst, skjólstæðingur fer ekki á biðlista eftir skimunarviðtali fyrr en öll gögn hafa borist.